mánudagur, janúar 12, 2009

Byltingin byrjar á Facebook

Þá er þetta blessaða nýja ár byrjað og ég byrjuð á því sem ég ákvað fyrir áramót -Að gera eitthvað.

Fyrsti skrefið í því að "gera eitthvað" fólst í því að mæta á stofnfund Hugmyndaráðuneytisins en þar kom saman hópur af kláru fólki sem vildi láta sér detta eitthvað skapandi og sniðugt í hug, sameina krafta, reynslu, þekkingu. Láta sér annt um eigin hagsmuni og annara, sem og þjóðarinnar.

Þetta var hressandi, hvetjandi og inspírerandi og ég hlakka til að fara aftur á fund með þessu gengi sem byrjaði sem (og er) hópur á Facebook.

Það komu upp margar stórgóðar hugmyndir á fundium, m.a hvernig við getum við getum breytt bákni í nýsköpunarfyrirtæki og hvernig er hægt að rafmangsbílvæða Ísland, en sú hugmynd kveikti vel í mér. Fékk það verkefni að horfa á þessa mynd: Who killed the electric car... áður en lengra verður haldið.

Svo þarf ég víst að gera eitthvað meira á næstunni. T.d. ganga í þennan flokk sem konan (man ekki hvað hún heitir) í Silfri Egils ætlar að stofna. Flokkinn sem hefur það eitt markmið að drepa flokkakerfið og endurreisa lýðræðið. Eins og ég hef alltaf sagt -If you can't beat them, join them.

Held það skili litlu að standa neikvæður og rauðnefjaður í seventies fíling niðri á torgi með skilti. Það skilar jafn litlu og Feministafélag Íslands skilar konum landsins þegar þær rífa niður eintök af Bleikt og Blátt og tuða um nárahára rakstur.

Ég held að byltingin byrji á Facebook -svo förum við einhversstaðar bakdyramegin inn og gerum róttækar breytingar.

Þetta er svolítið skemmtilegt. Svei mér þá.