Persónulega Fréttabréfið
Margir virðast setja samansemmerki við það að blogga og opinbera einkalíf sitt fyrir öllum sem komast á netið og kunna að lesa það tungumál sem maður skrifar á.
Stundum hef ég þurft að útskýra fyrir áhyggjufullum velunnurum mínum að það sem ég skrifa hér fari aldrei yfir þau mörk sem ég set sjálf. Ég skrifa sjaldnast um mínar persónulegu athafnir eða fólk sem ég umgengst en þegar ég geri það þá er það oftast undir formerkjum Persónulega fréttabréfsins sem er æsifréttarit um einkalíf mitt.
Persónulega fréttabréfið
Af mér er eftirfarandi að frétta:
Ég vaknaði kl 7 í morgun. Lá í rúminu til kl 7.30 og hugsaði um innihald Mad Men þáttarins sem ég horfði á áður en ég sofnaði. Velti því fyrir mér hvort karlmenn hafi haldið meira framhjá konunum sínum í gamla daga en í dag... og velti síðan svona steady framhjáhaldi fyrir mér þangað til ég nennti ekki að hugsa um það meira og henti mér framúr. Hjákona, ástmaður, eiginkona, ástkona, viðhald, framhjáhald, eiginmaður...bla. Meira flippið alltaf á fólki.
Fór beint í æfingagallann sem samanstendur af grænum hermannabuxum, gráum bol og gauðrifinni hettupeysu sem ég get ekki hent.
Fór út í kuldann og skóf frostið af bílnum. Keyrði í gymmið og náði mér í kaffi á setustofunni (ókeypis kaffi á nesinu). Settist niður í æfingarsalnum og las aðeins um vanskilaskuldur í Fréttablaðinu meðan ég kláraði kaffið og fór svo á cross trainer með Eminiem í eyrunum. Fannst hann eittvað of yfirspenntur yfir eigin erfiðu æsku... og skipti yfir í meaningless-teknó. Hot Chip.
Horfði á Sky news á silent og skipti um plögg þegar ég sá Alistair Darling mæta á skjáinn. Hann kenndi heimskreppunni um ástandið í UK sem er víst ansi hellað. Sagði að kannski væri ekki hægt að forða fólki frá því að missa vinnuna en kannski væri hægt að koma þeim aftur í vinnu og að það væru þeir í leibor partýinu að reyna að gera.
Sá Guðna Ágústson speglast í glugganum og hugsaði hvernig það væri að vera fyrrum ráðherra í kreppu. Eflaust fínt. Let go and let them... kannski soldið erfitt? Veit það ekki. Hann er allavega rosalega beinn í baki.
Kláraði æfinguna og keyrði heim. Klæddi mig og kom mér á ról. Fór inn á bað, þurrkaði hárið og spreyjaði svo óvart hárúða beint í augað á mér. Svoleiðis Mr. Bean múv eru ekki daglegt brauð, sem betur fer.
Fór í Björnsbakarí á Fjölnisvegi og keypti frokost... keyrði í vinnuna, sá að það var að byrja að birta... sit núna og hlusta á bluegrass og fantasera léttilega um að skreppa aðeins úr landinu. Það er svo gott fyrir sálina og skapið að fara stundum úr landinu sjáðu til.
Bluegrass í boði Persónulega Fréttabréfsins; Hér má heyra Alison Krauss og hljómsveit flytja lag um konu sem á í basli með að velja á milli tveggja vega ástarinnar en lætur sig þó hafa það... "As I kissed your cheeks and said goodbye I thought only time will tell And you can’t draw water from an empty well". Þetta er eitt af mínum eftirlætis bluegrass lögum.
(...og það tók 7 min að skrifa þessa færslu)
Two highways lay before me, which one will I choose
Down one lane I’d find happiness and down the other I would lose
There is no one that I can trust, I must decide alone
My decision is an awful one, which road will take me home
(chorus)
In the mornin’ would I wake to find, down the wrong road I have gone
Will I hear the melodies I’ve searched for oh so long
Only time will tell if I have made a loser’s choice
And though sadness cries my inner soul, goodbye lover moans my voice
Perils, there are many, as I set out on my way
If I lose your love I know that I can call it back someday
Rambler, lonely rambler, just ‘cause anyplace is home
Nashville, lights how you have always shined
Wishing now that you had found a word or two to say
But the mornin’ came and we both knew my eyes gave it away
As I kissed your cheeks and said goodbye I thought only time will tell
And you can’t draw water from an empty well
In the mornin’ would I wake to find, down the wrong road I have gone
Will I hear the melodies I’ve searched for oh so long
Only time will tell if I have made a loser’s choice
And though sadness cries my inner soul, goodbye lover moans my voice
|