Manndómsvígsla
Var að lesa þessa grein hér eftir Stefán Jón um litla sæta landið sem er í stærstu bankakreppu í sögu allra bankakreppa heimsins. Góð grein en besti punkturinn í henni er að mínu mati tilvitnun í Malcom Gladwell sem talar um flugslys og minnir á að það er vanalega röð mistaka og misskilninga og allskonar vandamála sem leiða til þess að hrikalegur atburður eins og flugslys á sér stað.
Hef einmitt hugsað þetta undanfarið þegar fólk er með fingurinn á lofti að reyna að finna scapegoat, eða blóraböggul að benda á... "Þetta er þér að kenna helvítið þitt... þú gerðir-idda!". Málið hlýtur að vera flóknara. Getur bara ekki annað verið.
Ég á líka erfitt með að trúa að þetta fólk sem stóð mest í útrásinni hafi endilega verið eitthvað sérstaklega illa innrætt eða vont eins og sumir vilja halda. Held að þetta sé bara allskonar fólk sem var að keppa að markmiðum af því það er gaman að keppa að markmiði. Líkt og smalahundur sem hleypur á eftir kind án þess að spyrja sig endilega að tilganginum. -Bara eitthvað að gera. Peningarnir verðlaun fyrir að hafa náð markmiðinu ásamt því að vera markmiðið í sjálfu sér.
Held tæpast að Gollum hafi hreiðrað um sig í sálum þeirra og gert úr þeim gráðug pata-svín sem svífast einskis til að fá það sem þau girnast. Og þó.... kannski gerðist það, nema bara að það tók enginn eftir því?
Svona eins og lauslátur unglingur sem smitar aðra af kynsjúkdómi án þess að vita að hann sé sýktur og svo smitast allt fellahverfið...þar til einum þeirra dettur í hug að kannski sé þetta rauða typpi ekki eðlilegt og hringir í "húð og hitt" þar sem hann pantar sér tíma í tékk með brostinni múturödd.
Ég sé þjóðina eða þjóðarsálina sem ungling og hef gert lengi. Unglingar eru nýungagjarnir, gráðugir og graðir í allt (gredda meaning-desire, eða að langa í og langa til). Ódauðlegir, óstöðvandi, óhræddir, forvitnir, til í hvað sem er. Þannig eru Íslendingar.
Nú er svo komið að íslenski unglingurinn þarf að þroskast úr dreng yfir í mann og þar sem náttúran gerir honum ekkert sem hjálpar til við vígsluna þarf hann að ganga í gegnum sína vígslu frá umhverfinu, fólki... sjálfum sér.
Þetta er "self inflicted pain" og til þess gerður að lækka egó-rostann í unglingnum. Hann þarf að læra smá auðmýkt og undirgefni, læra að hann er ekki og verður ekki einn í heiminum og læra að það er ekki hægt að vera bara endalaust gobbidígobb þar til hesturinn hleypur framaf.
|