sunnudagur, nóvember 23, 2008

Skattalisti auðmanna frá Lichtenstein

Ég skrifaði um þetta fyrir rúmum mánuði og reyndi þar undir rós að koma orðum að því að ég hafi heyrt að nöfn Matiesenana væru á þessum lista og að það væri ástæða þess að Skúli ríkisskattstjóri vildi ekki gefa hann upp.

Upplýsingarnar komu í gegnum mann sem þekkir mann sem þekkir mann og sá sem er á síðasta endanum (fyrrum starfsmaður skattsins) er eitthvað hræddur við að koma fram í ljósið og staðfesta þetta. Ég get því ekki selt þetta dýrar en ég keypti það.

Og það er heldur ekki hægt að afsanna það af því Skúli ríkisskattstjóri situr á þessum lista og harðneitar að sýna hann.

Eftir að hafa horft á Silfrið fannst mér einhvernvegin eiga við að minna á þessa færslu sem ég skrifaði 15 okt. Þá voru svo mikil læti útum allt og kannski ekki skrítið að fólk skuli ekki hafa haft meiri áhuga á þessu þá. Of mikill hvirfilbylur. En ég skora á þig að lesa þetta og fletta líka í gegnum linkana sem eru í greininni af því blaðamenn Moggans reyndu í marga mánuði við þetta mál sem aldrei náði nægilegri athygli annarsstaðar.