Svaraðu Skúli!!
Í byrjun þessa árs keypti þýska ríkisstjórnin lista með nöfnum auðmanna sem höfðu lagt fé inn á falda bankareikninga í LGT bankanum Liechtenstein.
Fleiri lönd föluðust eftir listanum sem var gefin áfram. Við rannsókn kom m.a. í ljós að nöfn 300 breskra auðmanna voru á listanum og gera þarlend skattayfirvöld ráð fyrir að endurheimta um 300 milljónir sterlingspunda, þ.e. um 70 milljarða íslenskra króna í vangreidda skatta frá þessum einstaklingum.
Ríkisskattstjóri, Skúli Eggert Þórðarsson, fékk þennan lista í hendurnar en svar hans til fjölmiðlafólks í mars síðastliðnum... "Ég segi ekkert um þetta."
Skúli er búinn að taka "talk to the hand" á þetta mál síðan hann fékk listann og stakk honum inn á sig.
Væri ekki gaman að vita hvers vegna?
Nú skuldum við óskaplega mikið af peningum og því held ég að það væri skynsamlegt að reyna að raka því inn sem mögulega hægt er. Ef íslenskir auðmenn hafa svindlað á skatti með því að leggja peninga inn í Liechtenstein og skulda kannski nokkra milljarða, þá er tímabært að endurheimta þessa aura.
Og svo ég snúi mér að ættbálknum. Gæti verið að hér sé um einhver hagsmunatengsl að ræða?
Er Skúli Eggert á einhvern hátt að vernda sína hagsmuni með því að leyna listanum? Það virðist líklegt.
Gætu kannski verið nöfn á þessum lista sem gætu leitt til þess Skúli myndi missa vinnuna? Það vill enginn missa vinnuna sína... sérstaklega ekki ef um ágæta stöðu er að ræða.
Eru hugsanlega einhversstaðar tveir vinir og annar jafnvel í fríi?
Hver er t.d. Sigurður Þórðarsson? Hann er fyrrum ríkisendurskoðandi og endurskoðandi Fjármálaeftirlitsins en er núna í fríi.
Sigurður Þórðarson hefur gert sitthvað um dagana. M.a. var hann einn tæplega 50 stofnfjáreigenda í Sparisjóði Hafnarfjarðar. Lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson segir um Sigurð Þórðarson að hann hafi notað skrifstofu Ríkisendurskoðunar “frá því september 2005 fram í febrúar árið 2006 til að reka erindi fyrir nokkra stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar sem óttuðust að geta ekki selt stofnfjárhluti sína í eftir að flestir stuðningsmanna Matthísar Á Mathiesen höfðu selt stofnfjárhluti sína, þ.á. m. Árni Mathiesen .
"Sigurður Þórðarson, Matthías og Árni voru allir meðal 46 upphaflegra stofnfjáreigenda sparisjóðsins," og þetta bendir Sigurður G. á í bréfi sem hann skrifaði á kommenntakerfi Eyjunnar í ágúst (að mig minnir).
Hvort Skúli Eggert tengist þessum mönnum á einhvern hátt veit ég ekki. Ég veit ekki hvaða mönnum (eða konum) hann tengist eða hvað honum gengur til með að vilja ekki láta uppi nöfnin á listanum eða gefa nein svör whatsoever... en ég hef heyrt ansi magnaðar kenningar.
Ein þeirra, sem ég sel ekki dýrar en ég keypti, gengur út á að fjármálaráðherra sé með þennnan lista á bak við eyrað þegar hann semur um aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.
Að samingar Íslands við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn gætu hugsanlega litast af því sem stendur á þessum rándýra lista frá Liechtenstein.
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn fær nefninlega að fara í allar skúffur og skoða öll skjöl, þar á meðal þetta... og hvaða nöfn eru á þessu skjali?
Skúli... kommon, segðu okkur hvaða nöfn eru á þessu skjali!? Með þögninni bíður þú upp á að það sé getið í eyðurnar.
|