sunnudagur, nóvember 23, 2008

Flokkar eða fokkar?

Segir það ekki allt sem segja þarf um innnlenda pólitík þegar Ingibjörg Sólrún setur saman setningu sem inniheldur merkingu þess efnis að nú eigi flokkarnir að vera á undanhaldi gagnvart fólkinu.

Að nú verði hagsmunir flokksins að sitja á hakanum.

Að fólkið eigi að koma fyrst... svo flokkurinn.

flokkurinn sé ekki það sem mestu skipti heldur fólkið sem hann starfar fyrir.

Er hægt að skilja þetta einhvernveginn öðruvísi en svo að flokkar hljóti í eðli sínu að vera óttalegt fokk?