The Blame Game
Jæja, ég var að horfa á Gobba og Obba halda ræður í tilefni af alþjóðlegum leiðtogafundi sem fer nú fram í London. Blaðamaður í krádinu spurði Gordon af hverju hann hefði kennt Bandaríkjastjórn um kreppuna.
Gordon varð vandræðalegur og sagði að þegar hann hafi verið í verkalýðsflokki hafi hann kennt ríkisstjórninni um "...en þegar maður fer svo í ríkisstjórn þá kennir maður öðrum löndum um." Svo brosti hann til Obama sem sagði að vissulega þyrftu kanar líka að líta í eigin barm og taka allt til gagngerrar endurskoðunar, eða gera "inventory" eins og hann orðaði það. Hann benti á að á meðan bankakerfið þandist upp og dreifði sér þvers og kruss um heiminn hafi eftirlit með því brugðist. Áhrifin eins og dómínóspil. En hvað "sökudólginn" varðar sagði þessi fallegi nýi Bandaríkjaforseti orðrétt:
"I'm less interested in identifying blame than fixing the problem."
...og undir þessi orð hans tek ég heilshugar. Vona að þú gerir það líka.
Við erum ekkert að fara að leysa þessa kreppu með því að láta eins og smákrakkar og reyna að klína öllu á hann Davíð litla Oddsson og félaga. Hún lagast ef fólk tekur höndum saman og ef hver og einn leggur sitt af mörkum til að hjálpa þeim sem eru hjálpar þurfi, ef hver og einn gerir það sem hann eða hún getur gert til að minnka skaðann.
Og það er ótal margt hægt að gera.
Allt telur. Byrjaðu að hugsa núna um hvað þú, upp á eigin spýtur, getur gert.
|