Where have all the good men gone?
Ég held mér hafi aldrei á ævinni leiðst pólitík jafn mikið og undanfarið. Skil ekki þessa heimskulegu baráttu á milli "hægri" og "vinstri". Við erum öll með tvær hendur og þurfum á báðum að halda. Það sem þetta "hægri" stendur fyrir er nauðsynlegt og það sama má segja um vinstri stemmninguna.
Til dæmis hef ég aldrei skilið hvers vegna ljósmæður fá ekki að reka sitt eigið fæðingarheimili. Þær langar allar til þess enda hafa þær allskonar þekkingu að bjóða sem þær mega ekki nota inni á ríkisstofuninni. Lítið um nýsköpun hjá ríkinu. Það er til fullt af konum sem væru til í að borga meira fyrir öðruvísi þjónustu ljósmæðra en þetta er bannað, sem og margt annað.
Við þurfum að passa upp á hvort annað og megum ekki hefta hvort annað. Svo er landið okkar svo lítið að það er út í hött að vera með þessi stríðandi öfl hérna. Þessa kjánalegu "flokka".
Vinkona mín sem vinnur fyrir General Electrics talaði um að þar starfa fleiri en þeir sem eru á íslenskum vinnumarkaði. GE hefur verið rekið með miklum hagnaði undanfarin ár. Allt samkvæmt ákveðnu reglukerfi sem svínvirkar. Af hverju er það ekki hægt á þessum litla klaka?
Þar sem við erum ekki risastór þjóð með fleiri milljónum íbúa heldur lítill ættbálkur á eyju í norðurhafi væri flott ef fólk áttaði sig á því að við eigum ekkert nema sameiginlega hagsmuni í því að þetta gangi vel.
Rifrildin og skítkastið sem viðgengst hér á leikvellinum, frá sandkassa til sandkassa, gerir ekkert annað en að tefja fyrir því að við getum sinnt þessum sameiginlegu hagsmunum.
Væri kannski bara best að skella þessu aftur á Þingvöll?
Við gætum þrammað þangað árlega til að ræða málin og tækjum svo ákvarðanir í kjölfarið um hvað væri best að gera. Það þarf ekkert að standa í þessu gelti og jarmi. Sumir gætu kannski stútað hver öðrum og greitt svo manngjöld fyrir skaðann en eftir fundinn væri þetta bara múv on og ekkert væl!
En svona er þetta víst. Þegar fleiri en þrír koma saman þá er farið í það að nöldra og tuða um hvort það eigi að vera gúrka eða spægipylsa á brauðinu, eins og á frístundaheimilinu sem ég vann á í Köben.
Af því allir, sama hversu vitlausir þeir eru, hafa rétt á skoðun, sama hversu heimskuleg hún er eða málið lítilfjörlegt. Og fólkið sem fer í stjórnmál stígur ekkert endilega alltaf í vitið. Sumir vilja bara völd fyrir litla egóið sitt meðan aðrir, örfáir, hugsa um stóru myndina, framtíðina, afkomendurna.
Ég sé því miður of lítið af þessum síðarnefndu og leiðist þessvegna alveg skelfilega að skoða fjölmiðla þessa dagana.
Segi bara eins og Bonnie Tyler: Where have all the good men gone? Koma so... syngja með! (secretum þetta)
Where have all the good men gone
And where are all the gods?
Where's the street-wise Hercules
To fight the rising odds?
Isn't there a white knight upon a fiery steed?
Late at night I toss and turn and dream
of what I need
I need a hero
I'm holding out for a hero 'til the end of the night
He's gotta be strong
And he's gotta be fast
And he's gotta be fresh from the fight
I need a hero
I'm holding out for a hero 'til the morning light
He's gotta be sure
And it's gotta be soon
And he's gotta be larger than life
|