Í 67. sæti yfir dýrustu borgir
Jæja. Þá er Reykjavík, með allann sinn elegant kúltur og smartheit, komin í 67 sæti yfir dýrustu borgir heims. Í fyrra var hún í því sjöunda.
Reykjavík er núna næst ódýrasta borgin í Vestur Evrópu, stígur á hælana á Manchester.
Þetta hlýtur að þýða fækkun túrista?
Djók. Auðvitað ekki. Við fórum öll til Spánar af því pesóinn var svo ódýr en samt svo margt skemmtilegt hægt að gera þar. Ár eftir ár fékk maður póstkort:
Erum í 25 stiga hita. Bjórinn kostar fimmtíukall og vínflaska 150. Sigrún er sólbrennd á rassinum. Kveðja, Óli og Hanna.
Þetta var ekki vegna þess að Costa del Sol var í 7 sæti yfir dýrustu borgir heims. Nei, þvert á móti.
Nú hefur Ísland eitthvað annað að bjóða þyrstum ferðalöngum en bjór og sól. Hreint vatn, grænt gras og stór svört fjöll. Þetta fíla "útlendingar"... alveg eins og við sjálf.
Það verður spennandi að sjá hversu mikið ferðamannastraumurinn á eftir að aukast núna. Undanfarin ár hefur aukningin verið um 100% frá ári til árs.
"Icceeeeland!? I ALWAYS wanted to go to Iceland!"
|