mánudagur, mars 30, 2009

Teknó fyrir 4 ára

Með því skemmtilegasta sem ég gerði í síðustu viku var að leyfa fjögurra ára dóttur minni og jafngömlum frænda hennar að hlusta á lagið Dark and long með Underworld í heyrnartólum af bestu sort.

Þau fíluðu lagið vægast sagt vel. Stóðu þarna undir tölvuborðinu, komust í stuð, byrjuðu að dilla sér og skiptust svo á að hlusta meðan þau dönsuðu með stóru græjuna á litlu höfðunum. Vú hú. Dúó-reif í heimahúsi!

21 aldar-ungar eru nefninlega vel undirbúnir fyrir teknó. Þau eru með það í erfðaminninu. Það eru rúm þrjátíu ár síðan Kraftverk fóru á kreik.

Sjálfri er mér lífsins ómögulegt að fá nóg af Underworld og plötunni Dubnobasswithmyheadman. Hef t.d. enn ekki fundið betri tónlist til að taka með í ræktina.

Það er bezt að hlusta á þetta í almenninlegum tólum... og dilla sér.