Íslensk hetjumynd
Minn kæri frændi og uppeldisbróðir Sigurgeir Orri var að ljúka við að gera heimildarmynd um Alfreð Elíasson og Loftleiðir.
Hann Orri er mikill athafnabókaormur og framkvæmir yfirleitt alltaf það sem honum dettur í hug. Stundum hefur hann framkvæmt mjög furðulega hluti, stundum höfum við frændsystkin framkvæmt furðulega hluti... en þessi mynd er samt ekkert furðuleg. Bara fín.
"Hæ fræ, eigum við að koma í kaffi?"
"Nei, ég hef ekki tíma núna. Ég er að keyra út í Hafnarfjörð að ná í átta millimetra litmyndir sem einhver hjá Loftleiðum tók árið 65".
"Ok, seinna þá..."
"Já, endilega"
En núna er myndin tilbúin og mér finnst eins og það hafi gerst á hárréttum tíma. Ekki það að ég hafi verið að biðja um kreppu... en myndin segir sögu af mönnum sem létu ekkert stöðva sig þó móti blési. Hvort sem um var að ræða spillta stjórnmálamenn, gjaldeyrishöft eða kreppu þá keyptu þeir sínar flugvélar og fóru sínar leiðir með góðum árangri... (eða þangað til minkarnir komust að með charlatan plottin sín ).
Okkur veitir ekkert af því að sjá svona sögu nú í dag þegar margir eru með skeifu niður á hné af svartsýni.
Hér er treiler úr myndinni. Mér skilst að hún verði sýnd á novelty sýningum í bíó í maí og síðar í sjónvarpinu.
|