Jesús og kynlífið
Nýverið hef ég hvatt tvær konur til að fjarlægja jesúkrossa úr svefnherbergjum sínum.
Í öðru tilvikinu var Jesúinn stór og útskorinn þannig að ekkert fór á milli mála hvað manninum leið illa, hangandi svona hálfnakinn og búinn-áðí-fyrirsyndirmannanna beint yfir andliti þess sem lá í bólinu.
Í hinu tilfellinu hékk hann greyið yfir svefnherbergisdyrunum. Yfir rúminu hékk svo fremur væmin mynd af síðustu kvöldmáltíðinni.
Svona gripir eiga akkúrat ekkert erindi inn í svefherbergi fólks... hvað þá hjónaherbergi!
Þjakaður og uppþornaður maður á krossi er mjög langt frá því að vera kynæsandi og hvað á fólk að vera að velta syndum sínum fyrir sér þegar það fer upp í rúm? Það kallar bara á andvökur og vesen.
Hann Jesú okkar má gjarna vera með, en bara ekki þar sem fólk vill fara í sleik eða sofa vel.
Þá á hann að vera úti.
|