mánudagur, mars 23, 2009

Sexy time?

Mikið hrikalega er ég orðin þreytt á að hlusta á fólk stynja, dæsa og tala um "ástandið í þjóðfélaginu".
Eins og það sé einhver samantekt í gangi um að koma okkur öllum í Kaurismäki gírinn?

"Verum sjúklega alvarleg, brosum ekki og tölum fram og aftur um ástandið í þjóðfélaginu -jafnvel þó útvarpið spili stuðlag. Jafnvel þó framtíðin sé ekki að fara neitt... tölum um kreppu og "á hausinn" og samdrátt og niðurskurð og atvinnuleysi og forðumst alla bjartsýni, já forðumst allt stuð."

Höfum þetta bara svona: Tveir finnskir þunglyndissjúkingar með flösu og gyllinæð að hætta saman. Mmmmm... krassandi. Spennandi, æsandi, hvetjandi.

Nei.

Næsta manneskja sem lætur orðin "ástandið í þjóðfélaginu" út úr sér í minni áheyrn mun bitch-slöppuð verða. Þrisvar. Hratt.