Reðurúði og músagildra
Ég fékk þessa frábæru auglýsingu senda í pósti til mín áðan (smelltu á myndina til að sjá hana stærri).
Póstsalan Belís býður ýmsan varning.
Til dæmis "Huldustrokkinn" sem vinnur á sárum vöðvum og liðum og gagnast því fólki sem er með gigt sem og íþróttafólki.
Easy Off tabs grenningartöflur eru góðar fyrir fitubollur, eða eins og segir í auglýsingunni: "Trefjaextractið getur haldið fitunni niðri með því að sjúga hana í sig" og svo Ironman reðurspreyið á gaurinn sem neitar að standa sig: "ný og áhrifamikil reynsla fyrir þig og félaga þinn".
Núh. Svo eru það Shilouette grenningarbuxurnar. Tvær í pakka á 3.990...og síðast en ekki síst, músa og skordýrafæla sem er líka á alveg þrælgóðu "tveir fyrir einn" verði. Þetta kallar maður bisniss!
Svo get ég ekki kvartað yfir umbrotinu en útlitshönnuður þessarar auglýsingar á skilið klapp fyrir skemmtilegt myndaval og skarpan stíl.
|