föstudagur, mars 13, 2009

Ingvi Hrafn talar úr geimnum

Ég er aldrei þessu vant að horfa á "Waynes World/Omega mínus Jesú" stöðina ÍNN.

Þarna blasir við mjög skríngilegur maður að nafni Ingvi Hrafn sem talar úr fiskabúri úti í geimi og þetta er vægast sagt mjög einkennilegt allt saman.

Það er eins og ET hafi tekið sér bólfestu í líkama þessa heittrúaða sjálfstæðismanns, troðið sér ofan í fiskabúr, lært íslensku og byrjað einhverskonar bipolar propaganda fjölmiðlastarfsemi frá Fiskislóð/Flórída.

Nú stija nokkrir menn með fiskabúrið á borði í myndveri og tala við fiskinn um hvernig þjóðarbúið er að brenna.

Og hann er æstur.