sunnudagur, mars 22, 2009

DO og Lalli Johns

Ég fékk þessar myndir af skáldunum tveimur í pósti áðan og þessi saga fylgdi með:

Þannig var að Davíð Oddson var á gangi í miðbænum og hitti þar á förnum vegi Lalla Johns og tóku þeir tal saman eins og þeir eru vanir.
Áður en þeir kveðjast þá spyr Lalli Davíð hvort hann geti séð af 5oo krónum svona upp á kunningsskapinn og segir Davíð það ekki málið, fer í vasa sinn, dregur upp 5000 kr og réttir Lalla. Lalli varð hugsi stutta stund og segir svo ;

Davíð minn, ekki skal mig undra þótt allt sé eins og það er í dag ef þú gerir ekki greinarmun á 500 kr og 5000 kr.
>