laugardagur, mars 21, 2009

Watchmen

Var að koma úr jómfrúarferð minni í lúxus-kvikmyndasal og er ljómandi ánægð með þá upplifun. Ótrúlega fínt að sitja í svona risastórum stól og halla sér aftur með poppið. Stóllinn var svo stór að ég hvarf nánast ofan í hann og það fannst mér gott.

Sá mynd sem heitir Watchmen . Hún er hreint frábær. Rosalega löng, sem er gott, af því hún var svo skemmtileg.
Það er gaman að horfa á vísindaskáldsögu og hlusta á lög eftir Bob Dylan og Jimi Hendrix glymja um salinn. Gaman að horfa á flotta ástarsenu og hlusta á Leonard Cohen syngja Halelujah.

Söguþráður myndarinnar var líka góður. Endalausar fínar heimspekilegar pælingar og flottir karakterar. Fín tvist. Endalaust fínar senur. Fallegar tökur. Fallegt fyrir augun. Kraftmikil mynd.

Við Roger Ebert mælum bæði með henni. Hann ætlar á hana aftur. Ég held ég geri það líka.