þriðjudagur, febrúar 10, 2009

Hraðahindranir og matur

Tvennt gerði mig ansi pirraða í dag

1. Helvítis fokking hraðahindranirnar sem eru útum allan bæ. Það eru engar aðvaranir, engin skilti eða neitt, bara hraðahindrun svona 20 metrum á eftir síðustu. Á Njarðargötu eru svona 15 og ég held að það séu 9 stk á götunni minni. Óþolandi! Eyðir bensíni og skemmir bíla þetta helvítis fokking drasl. Ég væri til í að fara um á nóttunni með loftbor og leysa þær upp. Ertu með? Áttu loftbor?

2. Reikningurinn fyrir matarinnkaup dagsins. 7.500 fyrir einn og hálfan poka í Krónunni. Og það var enginn óþarfi keyptur. Jú...kannski, pakki af Perlupúkum á 130 kr og te fyrir 500. Restin bara matur sem maður þarf og ég gerði mitt besta í að VELJA íslenskt.

Fara?

Ha?