Barnaníðingar
...og fólk sem er á einn eða annann hátt vont við börn er útsæði illsku í heiminum eftir því sem ég kemst næst.
Í dag heyrði ég af einhverju mannfífli sem beytti rúmlega ársgamla dóttur sína ofbeldi af kynferðistoga.
Fyrstu viðbrögð mín voru að hann væri réttdræpur. Langaði að ná í riffil og skjóta hann. Taka Dexter á málið. Kjartan sagði að það ætti að vera til sláturhús fyrir svona menn. Hvernig er annað hægt en að hata þá sem eru vondir við börn?
Og ég hef aldrei skilið hvers vegna það er leitað að "réttlætingu" þegar fólk gerir svona. Það er ekki til sú fullorðna manneskja sem veit ekki að það er kol fokking rangt að sýna börnum kynferðislega tilburði. Rangt og brenglað.
Ef menn alast upp við það að t.d. pabbi þeirra stundar einhversskonar glæpastarfsemi, og sonurinn leiðist svo út í það seinna, þá er sú staðreynd að "hann hafi alist upp við þetta" aldrei dregin fram í rétti. Það kemur málinu ekkert við.
En ef ómennskar fullorðnar skepnur beita börn kynferðisofbeldi þá er alltaf eins og það "útskýri" eitthvað ef viðkomandi hefur orðið fyrir slíku sjálfur og verjendur draga það fram í dagsljósið.
Staðreynd málsins er sú að það er fullt af fólki sem hefur bæði alist upp við drykkjuskap, siðblindu eða ofbeldi af einu eða öðru tagi. Það er samt ekkert sem segir að allt þetta fólk fari að stunda slíkt þegar það vex úr grasi. T.d. eru fleiri konur en karlar sem verða fyrir kynferðisofbeldi en þær eru í miklum minnihluta gerenda.
Fimm börn geta alist upp hjá sömu rugluðu foreldrunum. Þrjú koma út í lagi, tvö alls ekki. Hvort segir það meira um uppeldið eða fólkið? Er virkilega hægt að skrifa viðbjóðslega gerninga fullorðinnar manneskju á uppeldi viðkomandi þegar um kynferðisglæpi er að ræða?
Og ef fimm menn eru kynferðislega misnotaðir í æsku, þrír láta það eiga sig að hafa slíka tilburði í frammi síðar meir og tveir akta út... segir það þá ekki bara að tveir eru siðblindir og vondir en þrír í lagi? (eins mikið og hægt er að vera í lagi)...
Ég veit ekki...
Vonandi drepur hann sig sem fyrst
|