þriðjudagur, febrúar 10, 2009

Dalai Lama til Íslands

Fékk þetta bréf frá henni Tótu vinkonu minni rétt í þessu. Hún er búin að fá hann Dalai okkar til að koma og heimsækja klakann. Áfram Dalai Lama!:

Kæru Vinir og vandamenn

Hin heilagi Dalai Lama mun heimsækja land okkar og halda almennan fyrirlestur, 2. Júní 2009.

Ég hef verið meðlimur í félaginu Dalai Lama á Íslandi frá stofnun og unnið að komu þessa merka manns í nokkur ár. Loksins er draumur okkar að rætast og tímasetningin ætti að koma sér vel, því að hann ætlar að fjalla um efnistök úr bókinni Leiðin að lífshamingju, sem þýdd hefur verið á íslensku.

Ég mæli með að kaupa miða sem fyrst, því færri munu komast að en vilja.

www.dalailama.is

www.midi.is

Endilega áframsendið á alla sem sýna þessu áhuga.

Bestu kveðjur,
Þóranna Sigurðardóttir