Hinn heillandi Jack Webber
Þegar ég var barn, svona sjö ára, sá ég mynd af miðli sem hét Jack Webber í Úrvals blaði heima hjá ömmu.
Myndin hafði mikil og djúp áhrif á mig. Undir henni stóð: "Hér má sjá útfrymi streyma af vitum Jacks Webber".
Þú trúir því ekki hvað ég hugsaði mikið um Jack Webber og útfrymi/ektóplasma eftir það. Í raun hugsaði ég reglulega um þetta þangað löngu síðar að ég komst í bók sem útskýrði hvað útfrymi er...eða á að vera. Þá var ég orðin unglingur.
Nú eru reyndar liðin mörg ár frá því ég hugsaði síðast um útfrymi en engu að síður gladdi það mig þegar ég nú rétt í þessu fann dágott safn mynda af Jack Webber í aksjón.
Sérlega finnst mér hún góð þessi með útfryminu að sullast útum nefið og hin þar sem maður sér ósýnilegan útfrymihandlegg halda lúðri að munninum á Jack.
|