Obama og Bjössi
Diggi-a-djóga?
Fólk er hér í panikki af því hann Björn Jörundur (kunningi minn og samleikari úr Sódómu), keypti sér ólöglegan vímugjafa fyrir ári af einhverjum manni sem þetta virðist snúast jafn mikið um. (Hefði það verið skárra ef hann hefði keypt þetta af einhverri Cocolisu Fatlaes?)
Hann segist ekki gera þetta meira og að hann sé miður sín yfir málinu. Húsmæður í Vesturbænum hringja samt og hóta að segja upp Stöð 2 ef Björundur hættir ekki í ædolinu.
Barack Obama hefur hreinlega viðurkennt að hafa prófað kókaín og reykt gras á tímabili. Af hverju hringja þessar sömu húsmæður ekki í fréttastofuna þegar andlit hans birtist á skjánum?
Og ef það ætti að reka hvern kjaft sem hefur prófað eitthvað sterkara en áfengi úr störfum í skemmtanaiðnaðinum þá held ég að þar yrði harla fátæklegt um að litast.
Hættiði þessu rugli.
|