Bréf frá forsætisráðherra
Ég fékk bréf frá aðstoðarmanni Herra Jóhönnu í morgun. Erindi þess var hugmyndin sem ég viðraði hér á blogginu mínu um daginn.
Mikið finnst mér þetta frábært.
Ég ákvað nefninlega fyrir löngu að reyna að nota sem minnsta orku í að vera "brjáluð yfir ástandinu". Nýta hana frekar til góðs. Og eftir að hafa sett operation: "Hvað er hægt að gera? Hvernig má bjarga?" ... af stað í undirvitundinni fæddist þessi hugmynd sem ég kom svo á framfæri til þeirra sem mig grunar að geti gert eitthvað í málinu.
Sjáum svo hvað setur.
Ég skora líka á þig að sitja alls ekki á góðri hugmynd ef hún skyldi skjótast upp í kollinn. Er í raun sannfærð um að með samstilltu átaki geti Íslendingar náð sér miklu fyrr upp úr þessu volæði en flesta grunar.
Við erum nefininlega ættbálkur manstu? Lítill ættbálkur á eyju í norðurhafi. Í raun ein stór fjölskylda og ef við hegðum okkur þannig þá bjargast þetta fyrr. Sjáið bara t.d. asísku familíurnar sem flytja úr örbyrgð, opna veitingastað, vinna þar öll og eru svo komin á bimma eftir fimm ár.
Ekki það að við viljum endilega bimma (sem minnir okkur á ár svínsins), en þú veist hvað ég meina ;)
|