Á hvaða stigi ert þú?
Þegar kreppa ríður yfir ganga einstaklingar í gegnum fimm stig sem hafa verið skilgreind svona:
1. Lost...eða sjokk
2. Afneitun
3. Vanmáttarkennd
4. Reiði
5. Samvinna, samstaða, bjartsýni
Hvar ert þú núna?
Ertu að leggja þitt af mörkum eða ertu að mótmæla öllu og engu í senn af því augu þín eru fyrst að opnast núna? Af því Pandóruaskjan sprakk?
Það eru margir óðir og uppvægir að mótmæla fólkinu, sem líkt og þau sem mótmæla, fóru alveg gegnum sömu fimm stigin. Fólki sem reynir nú að greiða úr þessum flækjum. Fólki sem vinnur við þetta dag og nótt. Sumir varla með heilsu til þess en gera það samt.
Ég er komin á fimmta stigið. Langar mest til að leggja mitt af mörkum til að bjarga því sem bjargað verður. Gefa þessu fólki vinnufrið. Gera eitthvað gott. Er ekki reið lengur. Ekkert reiðari en ég hef alltaf verið út í þessa þjóð.
Í raun er það nú fyrst sem ég eygi í einhverja von að hér geti verið vel fúnkerandi þjóðfélag sem hefur raunverulega gott gildismat í lífinu. Þetta þurfti einfaldlega að gerast. Allt er eins og það á að vera. Stundum þarf bara að brjóta allt niður til að byggja eitthvað nýtt. Stundum þarf allt að brotna.
* Chaos-Sudden change-Impact-Hard times
* Crisis-Revelation-Disruption-Realizing the truth
* Disillusion-Crash-Burst-Uncomfortable experience
* Downfall-Ruin-Ego blow-Explosive transformation
Kannski óþarft að segja frá því að þegar skáldið, leikkonan, leikfangamaðurinn og ég lögðum niður Tarot fyrir kreppunni um daginn var þetta spilið sem kom upp við spurningunni "hvernig lítur ástandið út í augum annara".
Og það er kannski líka óþarft að benda á að það sem kemur á eftir þessu getur ekki verið annað en betra en það sem var áður.
Það verða til rústir sem einungis er hægt að byggja á.
Íslendingar eru að þroskast og þetta var stóri skellurinn okkar.
Þetta er skilnaðurinn, þetta er nýja byrjunin... þetta eru dyrnar sem eru að opnast inn í nýtt tímabil sem verður byggt á nýjum grunni.
Augu margra hafa opnast fyrir undarlegum raunveruleika og það er ekkert nema gott um það að segja.
Bjartur í Sumarhúsum er látinn og nýr Íslendingur er að fæðast. Nýr og betri Íslendingur. Auðmýkri en jafnframt sterkari.
Þetta er skemmtilegt og þetta verður enn skemmtilegra. Hættu að örvænta og kasta eggjum. Förum öll sem eitt á fimmta stigið.
|