föstudagur, janúar 23, 2009

Veikar stjórnmálakonur

Ég verð að viðurkenna að ég skil ekki hvers vegna hún Ingibjörg Sólrún tekur sér ekki leyfi frá stjórnmálum og jafnar sig á þessum "veikindum" í ár eða tvö. Einhvernveginn flokka ég nefninlega heilaæxli sem talsvert meira en einhver "veikindi".

Aumingjans konan er á spítölum um allan heim af því þetta er svo alvarlegt að það er ekki hægt að ráða við það hér (eða hvað?) Og hvernig er hægt að vera í hlutastarfi í stjórnmálum þegar ástandið er eins og núna?  Með símann á sjúkrabeðinu.

Telur hún sig svona ómissandi? Já, sannarlega ber ekki á öðru. Það að "vera ómissandi" er sjúkdómur sem smitast mjög gjarna í alþingishúsinu. Það eru fleiri með hann.

Væri ég yfirmaður hennar á almennum vinnustað þá væri ég fyrir löngu búin að senda hana heim til sín. Með fullri virðingu NB og ósk um góðan bata.