Pælingar
Nokkur atriði hérna:
Mótmælin voru æðisleg og skiluðu árangri.
Það var undarlegt að sjá hvernig þau fóru allt í einu að snúast um aðra hluti eins og t.d. eggjakast, ofbeldi, appelsínugult og trumbuslátt og hvernig haldið var áfram að biðja um kosningar, eftir að það var tilkynnt að það væri boðað til kosninga í maí.
Mig vantar skýra framtíðarsýn. Ég veit að ég er sammála Kötu og vill Vilhjálm Bjarna í FME og ég hef alltaf vilijað Þorvald Gylfa í Seðlabankann. Kannski væri best að færa báðar stofnanirnar út úr landinu?
Flokkakerfið á Íslandi er og hefur alltaf verið rotið og gersamlega hundleiðinlegt Guiding Light skrípó sem allir eru komnir með ógeð á.
Það er ekki til sá flokkur í dag sem ég myndi kjósa með góðri samvisku. Það hefur aldrei verið til flokkur sem ég hef kosið með góðri samvisku. Hef nánast alltaf skilað auðu.
Mikið væri gott ef við gætum smíðað nýtt kerfi. Kosið forsætisráðherra, ráðið fagfólk sem ráðherra...(utanþingstjórn?), haft gagnsæið algert.
Svo lengi sem flokkakerfið er enn í gangi þá erum við að kjósa það sama aftur.
Ég held að þessi ríkisstjórn sé ekkert verri eða betri en sú sem var 1969, eða 79, eða 89... Fólk er og verður fólk og er alltaf gjarnt á að vilja völd og peninga. Það verður þannig svo lengi sem kerfið er enn það sama. Það þarf að hugsa þetta upp á nýtt á algerlega breyttum forsendum.
Mikið væri gott ef við gætum bara þurrkað allt þetta drasl út og byrjað upp á nýtt.
Samið nýtt kerfi.
Breytt öllu.
Þetta gæti verið byrjun: http://lydveldisbyltingin.is/ eða http://www.nyttlydveldi.is/ þetta
...en ég held samt að það kæmist ekki almenninlega í gagnið fyrr en eftir kannski 3-5 ár.
Það er alveg kominn tími á ný kerfi enda hefur margt breyst sem ætti að geta verið í þágu lýðræðis. T.d. bara upplýsingakerfin, netið...gsm símar og annað. 21. öldin er ekki gerð fyrir það sem við höfum búið við á síðari hluta þeirrar 20.
|