sunnudagur, janúar 25, 2009

Bráðabirgðarstjórn-borgarstjórn

Eru allir búnir að gleyma flippinu sem var í gangi í borgarstjórninni í fyrra?

Á núna að kjósa bráðabirgðarstjórn sem sér um málin í ca 12 vikur þar til kosningar eru yfirstaðnar?

Mér skilst að það taki 3 mánuði að setja sig inn í nýtt starf. Það er reynslutíminn hvort sem maður vinnur á pitstustað, elliheimili eða lögfræðistofu.

Ætlar þetta fólk að setja sig inn í allskonar mál á ofurhraða og gera síðan breytingar sem það má svo búast við að verði kollvarpað þegar það er ekki lengur í "bráðabirgðarstjórn"? Og kemur hvort sem er sú eða sá sem fer frá ekki til með að setja næstu manneskju inn í málin?

Er þessi krafa mótmælenda virkilega skynsamleg?

Verður meiri skaði skeður af því að bíða í 12 vikur og leyfa fólkinu að klára sín mál (Jóhönnu Sig t.d.) en að fá aðra inn sem byrja upp á nýtt til þess eins að vera ýtt til hliðar að 12 vikum liðnum?