Kína KÁL
Ég hef veitt því athygli að afkomendur torfkofabúa hér á skeri gera ekki alltaf greinarmun á káli og salati.
Stundum þegar ég panta mér salat á veitingahúsum borgarinnar fæ ég kínakál með tómötum og gúrkum á diski í stað grænna laufblaða þeirra sem almennt eru kölluð salat. Ótrúlega 1987.
Þetta bendir eindregið til þess að fólkið sem serverar hefur enn ekki áttað sig á því að kínakál er ekki salat heldur kál eins og nafnið gefur til kynna. Hvítkál og rauðkál eru aðrar káltegundir en samt er þeim aldrei hent í salatskálina á veitingahúsum.
Kínakál er mikið notað í Asíu... en þá er það vanalega alltaf steikt eða soðið líkt og svo algengt er með kál. Hvergi annarsstaðar en á Íslandi hef ég séð fólk reyna að láta þetta kál koma í stað salats. Hlýtur að vera arfur frá því í gamla daga þegar eina grænmetið sem landinn át voru rófur og kartöflur... svo allt í einu, í sama mánuðinum kom eitthvað nýtt... Iceberg salat og kínakál... -Vó, þetta má nýta!
Í guðs bænum hættiðussu veitingamenn. Óþolandi (-erfitt líf).
|