laugardagur, janúar 31, 2009

Gáfur

Þegar ég var yngri þótti það gáfumerki að vera alltaf mjög alvörugefinn. Ég kannaðist við tvo rithöfunda sem voru alltaf graf, graf alvarlegir á svipinn. Þeir þóttu sérlega gáfaðir.

Grunar að þetta viðhorf sé komið úr tízku, enda þunglyndið og alvarleikinn sem einkenndi "gáfumenn" orðið að sjúkdómi sem framkallar extra spik og kyndoða.