sunnudagur, desember 14, 2008

Munu skattar drepa nýsköpun?

Finnst tilvalið að birta þetta samtal milli mín og ÁHS úr kommentakerfinu:

Það er alveg satt það virðist ekkert vera hugsað um að byggja upp stöðugugan fjárhag hér í formi innkomu.
Það er alveg undarlegt hvað íslensk stjórnvöld ætla seint að fatta að við erum með ótrúlega mikið af hugvitsfólki í þessu landi sem hægt er að virkja betur.
Fólk með fyrirtækjahugmyndir bæði hvað verðar framleiðslu, ferðaþjónustu og útflutning. Ef við tökum fisk og kjöt í burtu er til fullt af aðilum sem myndu gjarnan setja af stað ýmis fyrirtæki, vandamálið í dag er það að það er bara ekki attraktiv fjárhagslega, láttu mig vita það ég og maðurinn minn stöndum í þessum sporum sjálf. Við gætum komið með 10 störf í okkar heimabyggð.
Eins og staðan á lánamarkaðinum er er of dýrt fyrir okkur að setja upp eigin framleiðslu svo ég býst við að við munum láta framleiða fyrir okkur erlendis.

Þarna tapast gjaldeyristekjur fyrir landið.

Ef stjórnvöld kæmi nú með gott langtímaplan fyrir fólk í svona hugleiðingum þá liti þetta öðruvísi út. einhverskonar skattívilanir kannski fyrstu 3 árin. Ódýrt lánsfjármagn vegna beinna fjárfestinga, kannski bara eitthvað svipað og LÍN nema fyrir fyrirtæki, sem væri hægt að borgahraðar niður ef fólk færi að hafa verulega innkomu.
Enginn er að biðja um eitthvað gefins en það er hægt að búa til aðstæður þannig að við förum að sjá meira af þessum hugmyndum verða að veruleika.



Gravatar ÁHS

Ég tók í fyrra viðtal við Steinar Steinsson, fyrrum skólastjóra Iðnskólans í Hafnarfirði og formann félags málm og skipasmiða. Steinar er rúmlega áttræður (mér finnst alltaf gott að taka mark á þeim sem eru meira en 80 ára). Hann sagði orðrétt þetta sem peista hér úr viðtalinu:

“Um daginn var ég staddur á sjávarútvegs sýningu í Brussel þar sem Marel tók þátt og ég fullyrði að þeirra umgjörð var sú alflottasta á sýningunni, svo flott að maður gat verið stoltur af því að vera Íslendingur. Ég gaf mig á tal við landa minn þarna og undraðist á því að hafa hvergi hitt íslendinga á básnum þeirra en hann útskýrði fyrir mér að hér á Íslandi starfa um 300 manns fyrir Marel, en í Danmörku, 500 manns og svona er þessu farið í fleiri löndum,” segir Steinar og víkur talinu að því sem hann hefur töluverðar áhyggjur af. “Nú komum við að öðru sem mér óar við og það er spurningin –hvenær fer fyrirtækið alfarið úr landi? Þegar framleiðslan fer mestmegnis fram erlendis, er þá einhver ástæða til að vera hérna lengur? Bakkavör er með smá kompu suður í Keflavík þar sem þeir vinna með örfáum mönnum en þúsundir manna starfa fyrir þá í Evrópu og því spyr ég -Hvenær flytja þeir og aðrir sem svipað er ástatt um, höfuðstöðvarnar alfarið úr landi?

Þetta segir okkur að við verðum að búa til ákaflega gott fjárhagslegt umhverfi til þess að fyrirtækin fari ekki. Þau verða að sjá sér hag í að vera hérna. Ef þetta verður ekki gert þá er ekki hægt að mynda fyrirtæki sem getur keppt á alþjóðamarkaði. Það má ekki nappa af þeim fjármagnið samstundis. Á allri þessari gríðarlegu þróun sem hér hefur orðið má eins ætla að framhaldið verði þetta og það liggur við að ég setji bænirnar mínar í það að Guð láti nú ekki einhverja kjána verða ráðherra því þá eyðileggja þeir þetta. Það verður ekki lögð næg áhersla á það hversu mikilvægt hagstætt skattaumhverfi er fyrir alla framleiðslu því annars fer hún bara úr landi og þannig er það"