mánudagur, desember 15, 2008

Guð blessi jólin og Jingle Dale

Ég þakka mínum sæla fyrir það að á þessum tíma skulum við halda upp á hátíð ljóssins. Að sólin skuli byrja að skríða hærra yfir sjóndeildarhring frá og með 21. þessa mánaðar.

Ef ekki væri fyrir jólin væri þessi dimmi tími ömurlegur. Það er nauðsynlegt sálarlífinu að hengja jólaljós útum allt og taka svo pásu frá hversdagslífinu og vinnunni með því að hanga inni og knúsa þá sem manni þykir vænt um.

Það eina sem ég raunverulega held uppá um jólin er ekki að einhver Jesú Jóseps -og Guðs -og Maríuson hafi fæðst einhversstaðar í Palestínu heldur fagna ég því að dagurinn fer smátt og smátt að verða lengri. Það verður ekki nótt allann morguninn og frá og með síðdegi. Neibb. Það birtir til!

Sé fulla ástæðu til að halda upp á þetta með allskonar sprelli, mat, pökkum og tjilli -100% yfirfulla ofurmikla ástæðu.

En að öðru... og þó skyldu: Líkt og undirrituð átti karakterinn Lulu í myndinni Wild at Heart einhverntíma frænda sem hét Dale.
Hennar Dale var flippaður eins og minn Dale...en ég held samt að hennar hafi átt vinninginn.
Jingle Dale var kallaður Jingle Dale af því hann elskaði jólin. Helst vildi hann hafa þau allt árið: