föstudagur, desember 19, 2008

Fjölmiðlar

Ég hlusta alltaf á útvarpið á morgnanna þegar ég er að snurfussa mig. Vanalega "gufuna". Held ég hafi lent á Rás 2 í morgun samt. Það var afleitt. Þvílíkt "afþreyingarefni".
Einhver maður sem rölti á milli húsa í Árbæjarasafninu átti samtal við fólkið þar og aðra útvarpsmanneskju sem var stödd í hljóðveri. Þau voru dugleg að gera sér upp hlátur. Hvað er þetta með útvarpsfólk að vera alltaf að gera sér upp hlátur? Skil það ekki.

Árbæjarsafnið er reyndar mjög fínt. Ég fer þangað reglulega á sumrin og drekk kaffi. Góður staður. En "live" útsending útvarpsmanneskju sem labbar þarna á milli húsa og gerir sér upp hlátur er ekki málið.

Ég stillti yfir á aðra rás. Þar kom útvarp Saga. Hún er fjandi góð... en meira sem grínþáttur. Þetta er svo vont að það fer í hring og verður fyndið. Svipað og þetta sem Tvíhöfði var að bauka á sínum tíma. Endaði á Lindinni þar sem útvarpskona talaði við mig í fyrstu persónu og spurði: Tilheyrir þú jólaglíngrinu eða Jesú?
Þessu gat ég ekki með nokkru móti svarað.

Merkilegt hvað fjölmiðlafólk er oft vanhæft hér á litla klakanum. Flestir eru það... og restin nennir ekki að vinna eða er komið fyrir í rangri deild á vinnustaðnum. Eins þykir mér vanta svolítið upp á það að fólk vinni greinar/fréttir saman... -enda er alltaf verið að spara, eða eitthvað... það er allavega ekki mikil hefð fyrir þessu.

Talandi um samvinnu blaðamanna... Hann Deep Throat dó í morgun, 95 ára. Blessuð sé minning hans og blessuð séu orð hans "Just follow the money"... Það er víst það eina sem við þurfum að gera...
-ef við nennum því.