Brúðkaupsnótt á Breiðuvík
Smá Facebook saga hérna. Ég setti í statusinn spurninguna: Hvernig ætli brúðkaupsnótt á Breiðuvík sé og Atli Fannar samdi bara útilegutexta við þetta. Hann er svo lipur drengurinn. Hér er eftirlætis erindið mitt:
"Ég rogast yfir þröskuld
með þig elsku vina mín
klofi yfir Höskuld
hann er að drekka appelsín"
Atli Fannar Bjarkason at 12:27, on 19 December.
Vá, ég heyri fyrir mér lag... „Jájájá brúðkaupsnótt... á breiðuvík... er syngjandi sæla í geng...“
Atli Fannar Bjarkason at 18:24, on 19 December.
uu nei..
Brúðkaupsnótt í Breiðuvík
Kominn hingað vestur
með konu mína og hring
sjáðu þarna er hestur
að bíta í berjaling
elskan þarna er húsið
sem við ætlum að gista í
velkomin beibí í breiðuvík
Jájájá brúðkaupsnótt á breiðuvík
er syngjandi sæla í gegn x4
Ég rogast yfir þröskuld
með þig elsku vina mín
klofi yfir höskuld
hann er að drekka appelsín
elskan hvar er búsið
mig langar að detta í
áfengiskynlíf í breiðuvík
Jájájá brúðkaupsnótt á breiðuvík
er syngjandi sæla í gegn x4
Brúðkaupsnótt í Breiðuvík
Kominn hingað vestur
með konu mína og hring
sjáðu þarna er hestur
að bíta í berjaling
elskan þarna er húsið
sem við ætlum að gista í
velkomin beibí í breiðuvík
Jájájá brúðkaupsnótt á breiðuvík
er syngjandi sæla í gegn x4
Ég rogast yfir þröskuld
með þig elsku vina mín
klofi yfir höskuld
hann er að drekka appelsín
elskan hvar er búsið
mig langar að detta í
áfengiskynlíf í breiðuvík
Jájájá brúðkaupsnótt á breiðuvík
er syngjandi sæla í gegn x4
Svo er bara að setja saman lag við þetta!
Sjálf er ég að fara á tónleika í Fríkirkjunni þar sem Ágústa Eva ásamt Óskari Guðjóns og fleirum ætla að flytja dásamlegt Bossanova. Við Ágú sömdum einn texta þarna saman. Hlakka til að heyra hana syngjann. Jólalag sem fjallar um sólina... en ekki hvað?
|