miðvikudagur, desember 17, 2008

Erósbikk

Ég er hvorutveggja mikil áhugamanneskja um diskó og leikfimi. Man ekki hvernig ég rambaði á þessa leikfimikennslu hérna um daginn en ja hér hvað ég varð kjaftstopp yfir þessu. Fór beint í gúglið...

Leikfimitegund þessi heitir Aerobicise og var sýnd við gífurlegar vinsældir á Showtime stöðinni í Bandaríkjunum á árabilinu 1981-84 (sama stöð og framleiðir þættina um Dexter).

Hversu margir tóku þátt í heimaleikfiminni hef ég ekki hugmynd um. Eflaust ekki margir þar sem þetta virðast frekar erfiðar æfingar. En allavega... þú getur prófað... Lagið er mjög gott.