miðvikudagur, desember 31, 2008

Allt brjálað... og hvað svo?

Persónulega sé ég ekki mikinn mun á því að bögga kassastarfsmenn í Bónus með því að standa við kassa og kaupa ekkert eða að naga í sundur rafmagnssnúrur myndatökufólks sem vinnur fyrir Jóhannes-son inc. Er þetta ekki allt sama tóbakið?
Jú, væntanlega. Má samt alveg setja spurningarmerki við það að láta skoðanir sínar koma niður á fólki sem er bara eitthvað í vinnunni.

Sumir eru óskaplega hneykslaðir á þessum mótmælendum. Reyna að gera lítið úr fólkinu með því að kalla þau "ungmenni" en ég veit betur.

Í þessum hópi er fólk sem ég þekki persónulega til. T.d. Ballettdansari, þriggja barna mamma, kvikmyndagerðamaður, tölvufræðingur og fleiri. Fullorðið fólk 35+ sem sér greinilega ekki aðra leið til að láta heyra í sér en að láta öllum illum látum. Barnafólk... allskonar fólk. Bæði vinstri og hægrisinnað.

"Mótmæli" íslendinga hafa hingað til átt meira skylt við fjöldahugleiðslur en alvöru mótmæli. Ég bjó í Köben í nokkur ár... menningarlega sambærilegu samfélagi þar sem fólk er þó frekar lítið fyrir það að láta tilfinningarnar gossa... og þar var sko heldur betur mótmælt svo um munaði ef fólk sá ástæðu til þess.

McDonalds búllum var t.d. tvisvar sinnum lokað vegna þess að íbúar voru ekki sáttir við að hafa þannig múltí korp á svæðinu. Búllan grýtt og reynt að kveikja í henni þar til þessu var lokað.
Og þá er skemmst að minnast niðurrifs Ungdomshuset. Því var mótmælt... hundruðir tóku þátt og tekið á móti með táragasi ofl.

Mér finnst þessi mótmæli í dag hafa heppnast. Kannski voru þetta örþrifaráð fólks sem hefur vikum saman reynt að láta heyra í sér? Það öskrar enginn nema hann vilji láta í sér heyra. Það er bara þannig. Þó að nokkrar snúrur hafi verið nagaðar og Sigmundur sé súr þá skiptir það litlu máli. Það heyrðist allavega í þeim.

Mig grunar að það eigi fleiri mótmælendur eftir að bætast í hópinn eftir áramót og að mótmælin verði harðari... Í raun held ég að það fari allt í háaloft. Þú veist...
-Ef það gerist ekki neitt þá gerum við eitthvað ;)

...Nú fer ég í mat til manns sem missti vinnuna í gær. Gleðilegt gamlárskvöld!

PS. Svo vil ég geta þess að ég fagna skemmdarverkum á Hótel Borg. Nýir eigendur tóku sig einmitt til og rústuðu þessu fallega hóteli með einhverju viðbjóðslegu þýsku gerfi art-deco plexígler-messi fyrir skemmstu. Die pleeb...die!