Nú veit ég hverju á að mótmæla
Þarna kom það! Allir að mótmæla "einhverju" en ég er kominn með fókuspunkt.
Það á ekki að verja krónuna og taka til þess eitthvað risalán. Alls ekki. Það á ekki að taka lán í annari mynt en þeirri sem við erum að nota hérna. Og þar sem þessi lán eru svo fáránlega stór...og ekkert þeirra í krónum, þá er talsvert skynsamlegra að skipta um mynt hér áður en lengra er haldið. Er það ekki?
Við búum í Latabæ og erum með lató-seðla í lató-hagkerfi. Það er nánast ekkert af seðlum í gangi hérna. Allir með kort. Hvergi í heiminum eins einfalt að skipta út mynt!
Þetta hefur kór hagfræðinga sungið undanfarið. Hátt og digurbarkalega. Þetta er fallegur söngur. Heillandi eins og rússneskur karlakór. Ég sogast að og allur minn heili. Allt sem hefur að gera með kommon sens í kollinum mínum samþykkir að þetta sé það eina rétta.
Hér má sjá graf yfir það magn af seðlum sem er í umferð á Íslandi skv. SÍ.
Af hverju er hægt að hafa eitthvað á móti þessu?
Hvaða rök eru fyrir því? Ef það er svona mikilvægt að fá erlendan gjaldeyri inn í landið... af hverju þá ekki bara að taka upp erlendan gjaldeyri í þessu landi?!
Ég er náttúrlega ekki hagfræðingur en þau sem til mín þekkja vita að ég heldur enginn fáviti, hef góðan skerf af skynsemi í kollinum og þetta með að "verja krónuna" stangast algerlega á við allt sem tengist henni.
og ps. Barack Obama reykir... og les teiknimyndasögur (ég líka... gaman!).
|