Lífið er aldrei frumsýning
Ef venjulegir Jónar og Jónur verða nú upplýst um það hvernig seðlabankar og ríki og bankar sjá til þess að pöpulinn verði ávallt launa/skuldaþrælar og í kjölfarið færi það inn í menntakerfið að kenna fólki að fara vel með peninga....
Við yrðum öll álíka klók og gyðingar....
Allir myndu passa sig á að skulda lítið sem ekkert...
Ávaxta pundið... forðast útlánsvexti sem heitan eld...
Spekin hans Ingólfs í spara.is yrði kommon sens...
Myndi þá ekki tilveran breytast ansi mikið?
Ég var að hugsa um þessi skuldugu ungmenni í morgun. Og krakka sem hafa farið í greiðslumat til að geta "keypt" íbúðir. Plata sig í gegnum greiðslumatið út af því að einhver sannfærði þau um gildi þess að eiga steinsteypu.
Hvenær hófst það og af hverju þykir svona nauðsynlegt að "eiga" íbúð á Íslandi? Kannski voru fasteignir ódýrari hér en annarsstaðar þar til fyrir skemmstu, ég veit það ekki en ég sé ekki alveg tilganginn með því að fólk undir þrítugu sé að eyða tíma sínum í að borga af fasteignum. Það hefur margt skemmtilegra við tímann að gera.
Þegar ég átti heima í Danmörku þekkti ég ekki neinn sem "átti" sína eigin íbúð. Meira að segja fimmtug móðir vinkonu minnar leigði. Engin skömm í því að leigja. Hún fór líka reglulega úr landi. Hafði sérstakt dálæti á Bali. Svona lífstíll er mjög viðurkenndur utan klakans og að deila húsnæði með öðrum... það þykir líka besta mál. Hafa ekki allir horft á Friends? (allir nema ég reyndar...)
Þetta mun breytast svona á Íslandi. Við eigum eftir að verða skandinavískari...jafnvel þýskari í lifnaðarháttum og það er enginn skaði skeður af því.
Þetta hefur verið feitur rasskellur og nú emjum við með rauða aparassa og hlaupum í hringi að finna sökudólga, sökudólginn, sökudólgana... en það er ekki við neinn að sakast. Þetta er bara reynsla og lærdómur. Lífið er endalaus æfing... aldrei frumsýning.
Það er vont að hafa milljón í yfirdrátt og enn verra þegar þér er tilkynnt að svo á jörðu sem himni, í stóru sem smáu, míkró sem makrókosmos... sé skuldað. Einstaklingurinn er kannski með milljón í yfirdrátt en þjóðin... þjóðarsálin, væri hún einstaklingur, er hlutfallslega með jafnháa skuld mv stærð.
Og okkur finnst þetta allt bara svo súrt af því við vissum ekki betur. En núna langar okkur að vita betur og það er ekkert nema gott um það að segja.
|