fimmtudagur, nóvember 13, 2008

Hugsanirnar

Gunnar Lárus Hjálmarsson fyrrum gjaldkeri hjá Landsbankanum skrifar fínan pistil aftan á Fréttablaðið í dag. Hann segist hafa hugsað of mikið um of leiðinleg mál og það hef ég líka gert.

Ætli ég verði laus við leiðindapælingar um hagfræðinga og stjórnmálamenn í dag?

Stefni að því. Tek sjálfa mig í hugræna atferlismeðferð og hugsa um fyndna trúðinn en ekki það að mér sé illt í fingrinum. Hugræn atferlismeðferð gengur í grófum dráttum út á þetta. Tek The Secret á pakkann. Sé það fyrir mér hvernig hér mun rísa fyrirmyndarríki á rústum frímúraraveldisins.
Fyrirmyndaríki þar sem vinstri óríenteraðir lopapeysuhippar geta fengið viðurkenningu á snilldar viðskiptahugmyndum og hægri óríenteraðir ýstrustrákar fá viðurkenningu á því að þeir geta í raun verið mjög skapandi. Kannski verður Páll Óskar næsti forsætisráðherra okkar og Birgir Ármanns hans helsti aðstoðarmaður. Skrítið? Já... en Obama er jú hálf-svartur, hann reykir og hefur prófað BÆÐI marihuana og kókaín. Hvern hefði grunað þetta...?