fimmtudagur, nóvember 13, 2008

Enginn friður

Það var enginn friður í dag. Fékk tvö símtöl frá góðum stelpum.

Önnur æpti: Hvernig stendur á þvi að tap þessara banka er ríkistryggt en gróðinn ekki?!

Hin sagði: Bretar vilja þvinga okkur til að taka lán sem við getum aldrei borgað og þannig vilja þeir komast yfir auðlindirnar. Hvernig stendur á því að það tekur Ísland fjóra mánuði að komast í ESB en önnur lönd fjögur ár!? Þetta liggur í augum uppi. IMF og Bank of America eru þekkt fyrir þetta...

Og nú sit ég í eldhúsinu hjá Gústu og Hafdís handboltastelpa er að pæla í því hvað við eigum að gera. Erum að velta fyrir okkur að stofna kven-mafíu. Brugga landa og ræna gáma. Eða ekki?

Þetta er ótrúleg flækja. Stundum held ég að ég komin með einhverja skýra afstöðu en svo tala ég við fólk sem kemur með tuttugu aðra vinkla og þá finnst mér ég aftur ekki vita neitt.

Ég veit samt hvað ég hefði gert ef ég væri forsætisráðherra. Ég hefði umsvifalaust hent saman krísuteymi með fólki sem hefur lent í svona áður. Sérfræðingum frá t.d. Finnlandi, Svíþjóð og Argentínu. Ég hefði hóað þessu fólki saman á fyrstu viku og nýtt mér reynslu þeirra og þekkingu með öll skilningarvit opin. En þetta virðist ekki vera gert og ég skil ekki hvernig stendur á því.

Erum við að tala um "Eigi skal bogna, sagði biskup og skeit standandi"... eða hvað?

Þetta er í það minnsta undarlegur Sirkús -svo ekki sé meira sagt.