Að hengja sig í orð
Furðulegt hvernig homo sapiens sapiens hefur stundum þessa leiðinlegu tilhneigingu til að hengja sig í orð og hamast þar til að sanna yfirburði sína.
Skrifaði um þetta lítillega í færslunni um brotna blómapottinn.
Fékk góða fræðslu um sjónarhorn Wittgensteins á þessi mál frá Guðmundi Steingrímssyni (sem er víst sérlega Wittgensteinaður) og upplifði þetta rækilega í sambandi við færsluna hér fyrir neðan um Oflátung Oddsson.
Áður en ég skrifaði hana sat ég fyrir framan skjáinn með kaffið mitt, las upplýsingar á netinu, horfði á myndskeið og hugsaði "gaurinn er bara orðin ga-ga". Um leið hripaði ég í fyrirsagnarrammann "Hann er geðveikur..." án þess að ælta mér að birta það sem fyrirsögn. Í raun var ég að hugsa að hann væri orðin meglómanískur sem er í raun mjög algengt að gerist hjá ýmist frægum eða valdamiklum... en það er önnur saga...
Af einhverjum ástæðum (sennilega of margir flipar opnir) hefur þessi fyrirsögn farið í loftið og þar með pompað inn á listann hjá eyjunni.is... ég vissi ekki af því... hélt bara áfram að skrifa, breytti þessu í "Oflátungur Oddson" og sleppti henni svo í óravíddir alnetsins án þess að vita að þetta væri komið þarna upp.
En viti menn. Það eru voða margir sem koma hingað inn via eyjan og það fólk sá "Hann er geðveikur" sem fyrirsögn, smellti forvitið á og æææ sumir fengu hland fyrir fína, góða gullhjartað sitt. Voða ljótt að segja svona... Úff... og svo best að hanga í þessu. Skamma MHG fyrir að segja svona ljótt og vera svona vond.
Og jafnvel eftir að ég útskýri að þetta hafi verið klúður og að mér finnist þetta sjálfri full brutal sem fyrirsögn eru samt einhverjir sem enn reyna að hanga í þessu. Af því það er svo gaman að hanga svona í einu orði. Sveifla sér á því eins og Tarsan og gala hátt þannig að allt annað sem stendur þarna skrifað fellur í skuggann af þessu eina orði. Sem ég þó útskýrði að ég hafi ekki ætlað að nota.
Ábendingar eins og t.d að DO hefur aldrei búið utan klakans og hefur einstaka sölumannsfærni í ræðum sínum.
En það skiptir kannski ekki máli -af því hitt er svo skemmtilegt?
|