föstudagur, nóvember 14, 2008

Bissniss er list

"Being good in business is the most fascinating kind of art. Making money is art and working is art and good business is the best art."

Andy Warhol

Þetta er tilvitnun í Andy Warhol en ég er sérlegur aðdáandi þess manns.

Andy var/er æði í mínum huga. Mér finnst frábært hvernig hann skilgreindi listir og viðskipti og hvernig hann síaði umhverfi sitt og samtíma og skilaði því frá sér í frábærum verkum. Hann var snillingur þessi náungi. Um það að er ekki hægt að deila.

Á sama hátt... sömu forsendum og ég dáist að Andy Warhol (og líkt og Andy) hef ég löngum dáðst að fólki sem sýnir mikla færni í viðskiptum. Ég upplifi þetta fólk sem listamenn, af því það þarf innsæi, næmni og góðan skilning svo að viðskipti gangi fyrir sig á farsælan hátt.

Ég lá og hugsaði um þetta í morgun og í kjölfarið rifjaðist upp fyrir mér samsærissamtalið sem ég átti við vinkonu mína í gær um IMF, nýtingu á auðlindum og fleira í þeim dúr...

Og þá fannst mér furðulegt til þess að hugsa að heimurinn væri orðin strigi einhvers listamannahóps með hreðjatak á ríkisstjórnum heimsins?
Þá er spurning hvort maður vilji endilega taka þátt í þeim performansi? Já. Skyndilega fannst mér stórfurðulegt til þess að hugsa að litla kúlan okkar, jörðin, væri orðinn einn allsherjar leikvöllur fyrir tiltölulega lítinn hóp einstaklinga sem hefur gaman af því að græða peninga.

Það virkar svo rangt einhvernveginn og tilgangslaust. Þú veist... í hvað eiga peningarnir svo að fara? Mat? Áfengi? Eða í að búa til fleiri peninga sem fara svo í hvað?

Og því held ég að öllum beri að fagna þessari heimskreppu því hún er hugsanlega bara áminning þess efnis að kapítalisminn gengur ekki beinlínis upp ef hann fær að þrusast svona endalaust áfram. Hún fær fólk til að stoppa og hugsa málin. Fara yfir gildin og endurmeta stöðuna og allt þetta eflaust löngu tímabært.

En af því bissness er samt svo skemmtilegur þá myndi ég...ef ég mætti ráða... setja þak á stórgróða sem myndi virka þannig að þegar þú værir kominn yfir x margar milljónir bæri þér skylda til að gefa t.d. tíunda hluta til góðgerðarmála. Í einhverja átt þar sem peninga er raunverulega þörf.

Þannig gæti heimurinn smátt og smátt orðið góður og listaverkið mjög fallegt.

U dig?