sunnudagur, nóvember 09, 2008

Davíð Þór og reiðin

Hann Davíð Þór er með pistil aftan á Fréttablaðinu í dag. Þar er hann að skrifa um reiðina. Eitthvað sem ég hef verið að reyna að gera á þessum veflók undanfarið og mætt mismiklum skilning.

Honum Davíð tekst ansi vel upp... ég talaði sjálf um brjálaða barnalandskarla en hann sagði: "Reiðumst því að bankarnir gerðu okkur að þjófum. Reiðumst því að stjórnvöld gerðu okkur að betlurum. En gætum þess að láta reiðina ekki gera okkur að fíflum."

...svo sagði hann margt fleira sem meikar sens. Lestu pistilinn.

Kudos Davíð!