föstudagur, nóvember 28, 2008

Arnarhreiðrið

Afi var að segja mér af bankamanni sem er að byggja sér sumarbústað uppi í fjalli. Iðnaðarmaður sem hann kannast við keyrði þarna framhjá og sagðist ekkert skilja í því hvernig hægt væri að koma steypunni þangað "Kannski að þeir helli henni niður úr þyrlum?"

Afa fannst þetta mjög fyndið. Hló og sagði "Maðurinn er að byggja sumarbústað uppi á fjalli meðan allt er að fara á hausinn" Svo bætti hann við "Jón Ásgeir er víst að láta smíða fyrir snekkju sem kostar margar, margar milljónir. En hann talar ekkert um hana. Passar að þetta komist ekki í neinn af fjölmiðlunum sem hann á hérna."

En þetta með Arnarhreiðrið fannst honum raunverulega fyndið. Eins og þegar trúður hendir framan í sig köku'fyndið.