Yfirlýsing og fleira
Ég verð að stela yfirlýsingunni frá síðunni hans Dr. Gunna og bæta aðeins við:
Ég held ekki með Baugi
Ég held ekki með Davíð Oddssyni
Ég held ekki með hægri
Ég held ekki með vinstri
En ég held með því að einstaklingar reyni að láta málefni og markmið rísa ofar eigin hag og að hér verði einhverntíma rekið þjóðfélag sem við getum verið stolt af og liðið vel í. Það á ekki að vera svo erfitt. Bara að gera langtímamarkmið. Vandlega hugsuð langtímamarkmið.
|