Karaoke er frábært
Við þjöppuðum saman borðum, keyptum snakk og drykki og dúndruðum möppunum á borðið. Margir fengu valkvíða þegar lögin blöstu við en Solla og einhver vinkona hennar riðu á vaðið með Bohemian Rapsody, því margslungna meistaraverki. Þegar gítarsólóið skall á fór vinkonan, sem er mjög lagleg ljóska, að þeytast þvers og kruss um gólfið og sveifla síðu hárinu að hætti Wayne og Garth. Þetta vakti geysilega lukku meðal pólverjanna og thailendingana í salnum en jafnaðist þó ekki á við hápunktinn þegar Gústa tók pólskt lag með nánast fullkonum hreim.
Þeir störðu á hana opinmynntir og hún söng fullum hálsi "Dopri da... voltdki tze... dupri ne..." af stöfunum á skjánum og allir klöppuðu taktinn.
Saman sungum við svo Livin on a Prayer með karlakór í bakgrunni og Dancing queen og einhver fleiri fín lög. Allt þetta helsta. Pétur og Eiður sungu Dancing on the ceiling og dönsuðu með (mjög fyndið), Helga reif salinn með í Logical Song og Ásmundur Ásmundsson söng Winds of Change með innlifun, krafti og skriðþunga.
Verst bara að það vantar íslensk karaoke lög. Þarna eru thailensk og pólsk og allskonar lög en íslendingarnir fá bara að velja úr ensku möppunni... soldið súrt. Taka sig á í þessu útgefendur!
Karaoke er vissulega púkó en dem hvað það er skemmtilegt að vera með syngjandi fólki sem er slétt sama hvort það er púkó eða ekki -og syngja sjálf. Held ég sé að fara að gerast fastagestur á þessum bar.
|