föstudagur, október 24, 2008

Mátt bara taka 500 út

Fór í bankann áðan til að ná í stöðumælaklink. Sá tilkynningu á veggnum þar sem stóð að maður gæti ekki tekið meira en 500.000 út í seðlum.

Mjög skrítið.

Bankinn er að geyma peningana mína. Svo fær bankinn tilkynningu um að það megi ekki láta fólk hafa meira en 500.000 af eigin fé í úttekt. Til að fá að taka út meira þarf að sækja sérstaklega um leyfi. S.s. við þurfum að sækja um leyfi til að fá að ná í eigin peninga.

Spurði gjaldkera um ástæðu þessa.

Jú, það er svo dýrt að prenta nýja seðla. Það kostar svo mikið. Við höfum ekki efni á því að prenta nýja seðla.

Á maður að skilja þetta?