föstudagur, október 24, 2008

Að klippa hommaklám

Ég kynntist stelpu úti í LA síðasta sumar. Hún heitir Lauren og vann m.a. við að klippa hommaklámmyndir.

Það hlýtur að vera með ömurlegustu störfum sem nokkur manneskja getur unnið við. Hún sagði það líka. Allir sem hafa prófað að vinna einhæft starf (t.d. í fiski eða hampiðjunni) kannast við að sjá myndir úr vinnunni í huganum þegar svefninn nálgast. Hvern langar að hugsa um þetta!? Altso... ef mar sé ekki hommi? Hlýtur að hafa undarleg áhrif á sálarlífið.

Lauren er listamaður og í gegnum þetta starf sitt kynntist hún frægum en sjoppulegum manni sem heitir Rocco Siffredi. Hana langaði til að fá þennan mann til að taka þátt í listrænum kvikmyndagjörningi með sér.
Hann sagðist ekki vilja það nema hún myndi leika í mynd fyrir sig. Myndin átti að fjalla um konu sem tók þátt í stóðlífi með 20 kynskiptingum. Vinkona mín afþakkaði boðið. Gekk ekki að samningum. Skilmálarnir heldur harðir. 

Í dag vinnur hún fyrir sér sem ljósmyndari og er hætt að klippa hommaklám. Gott fyrir hana.

Hér er heimasíðan hennar.