sunnudagur, október 12, 2008

Hvað eru peningar?

Fann þessa merkilegu (og svolítið dramatísku) heimildarmynd um peninga. Hvaðan koma þeir upprunalega og hvað gera þeir? Hvað eru þeir?

Vissir þú t.d. að einungis 3 prósent af peningum BNA eru raunverulegir peningar? Hin 97 prósentin eru tölur á skjám. Búnar til úr engu.

Myndin er í fullri lengd en geymdu hlekkinn og horfðu á þetta þegar þú hefur tíma, ef þú hefur hann ekki á þessum sunnudegi.
Hér er á ferðinni stórmerkileg fræðslumynd um fenómen sem við verðum að skilja. Þó fyrr hefði verið.

Kannski hugsa sumir "paranoid samsærisrugl"... en samsæri eru því miður til. Það bara kallar þau enginn samsæri þegar þau eru að fæðast og ekki heldur þegar flétturnar þéttast. Þetta eru bara samningar og samtöl -off the record.

Sjálf tek ég myndinni eins og öllu öðru, trúi því sem sannfærir mig og skil restina eftir.

Eftirfarandi er stutt brot úr myndinni:



...og hér er hún öll.

Ps. Talaði við mann í kvöld sem græddi hálfa milljón á því að millifæra gjaldeyri
milli íslenskra banka þar síðasta fimmtudag. Hann tók eftir gengisruglinu og settist niður í millifærsluleik. Endaði með hálfa millu í viðbót fyrir dagsverkið. Tölur á skjá.