þriðjudagur, október 14, 2008

Gordon geðvondi

Þegar Gordon Brown reiddi hnefann á loft í síðustu viku hugsaði ég strax um svolítið sem mér var kennt fyrir löngu -Það er alltaf hægt að velja sér viðbrögð við hvaða áreiti sem er.

Gordon valdi sín. Aðrir valkostir hefðu t.d. geta verið:

"Bíddu. Hvað sagðiru? Skildi ég þig rétt, ætlið þið ekki að borga okkur nema oggupoggubrot til baka? Ertu til í að sofa á þessu, hugsa málið og svara mér svo á morgun?"

eða

"Nei, hættu nú alveg Davíð. Djók! Þú skuldar mér pening. Þykistu ekki ætla að borga mér? Þú hlýtur bara að vera að djóka...segðu mér að þú sért að djóka."

...en hann brást ekki svona við. Hann valdi:

"Þú aumi ullarsokkur. Ætlarðu ekkert að borga okkur til baka? Hryðjuverkasvín. Ég skal soleissss taka ykkur í bakaríið"

Af hverju ætli hann hafi valið þessi viðbrögð af öllum mögulegum viðbrögðum?

Það finnst ekki öllum mikið til hans koma og ég held að þetta endi sem bjúgverpill í hans eigin smetti.

Hér er skoðun Times Online á málinu. Hann er kallaður hugleysingi.