miðvikudagur, október 01, 2008

Draumur um fyrirbura

Mig dreymdi að ég hefði fætt barn sem ég vissi ekki að ég gengi með.
Það pompaði bara á gólfið.
Rétti úr sér agnarsmátt, svona reis upp eins og það væri animerað í tölvu, gúmmíkennt og skrítið.
Ég horfði á það og hugsaði með mér hvað það væri þungt. Hvað minnsti fyrirburi vökudeildar hefði verið þungur. Minnti 500 gr og grunaði að þessi væri þar um kring. Pínulítið húðlitað gúmmífyrirbæri.
En þegar ég tók það upp af gólfinu byrjaði það að rembast, skeit svo úr sér innyflunum og dó.

"Þar fór það," hugsaði ég með mér enda hafði ég hvorki vitað að ég væri ólétt né planað að eiga barn. Mér fannst bara viðeigandi að reyna að bjarga því fyrst það var komið. En það tókst ekki.

Túlkun takk